• soknarprestur

Molarnir - Æskulýðfélagið í Skálholtsprestakalli.

Updated: Sep 5, 2019

Molafundirnir hefjast næstkomandi mánudagskvöld, 9. september.

Konný Björg Jónasdóttir og Bríet Inga Bjarnadóttir annast unglingastarfið í Skálholtsprestakalli í vetur.

Molafundirnir hefjast n.k. mánudagskvöld, 9. september.

Þeir hefjast kl. 19.40 og þeim lýkur kl. 21.40. Fundirnir verða í Skálholtsbúðum en þar hafa þeir verið frá upphafi starfsins. Eins og mörg undanfarin ár munu þær Konný Björg Jónasdóttir og Bríet Inga Bjarnadóttir sjá um unglingastarfið í vetur. Konný og Bríet eru frábærir leiðtogar enda hefur starfið vaxið svo og dafnað í höndum þeirra að það hefur vakið athygli víða um land. Starfið er opið nemendum í 8., 9. og 10. bekk grunnskólanna ásamt nemendum í fyrsta bekk framhaldsskólanna. Nánari upplýsingar eru á lokaðri Facebook síðu Molanna - sem hægt er að sækja um aðgang að - og hjá sóknarpresti, sr. Agli Hallgrímssyni.

4 views0 comments

Recent Posts

See All