SÓKNAPRESTUR 

SR. EGILL HALLGRÍMSSON

 

Egill Hallgrímsson er fæddur 11. júní 1955 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Hallgrímur Hafsteinn Egilsson, garðyrkjubóndi í Hveragerði, og Sigurlaug Guðmundsdóttir, húsfreyja í Hveragerði. Egill er kvæntur Ólafíu Sigurjónsdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau tvö börn.

 

Egill er stúdent frá MH 1976. Hann nam sálarfræði við Háskóla Íslands 1980-82 og lauk embættisprófi í guðfræði (cand.theol.) frá guðfræðideild Háskóla Íslands 23. febrúar 1991.

Egill kynnti sér iðkun kyrrðarbænar (Centering Prayer) í Snowmass í Colorado haustið 2011 og tók síðar námskeið í kennslu þessarar bæna- og hugleiðsluaðferðar.

Hann nam stjórnendamarkþjálfun við Háskólann í Reykjavík veturinn 2016 – 2017.  

Lærði í dáleiðslumeðferð í Los Angeles, Kaliforníu, við skóla Marisu Peer, og útskrifaðist þaðan sem vottaður dáleiðari (Certified Hypnotherapist) og vottaður RTT terapisti  (Certified Rapid Transformation Therapist).   

 

​Störf: Gæslumaður á Kleppsspítala og geðdeild Landspítalans 1976-1978. Kennari við Grunnskólann á Bíldudal 1978-1979. Gæslumaður (í hlutastarfi) á geðdeild Landspítalans 1982-1983. Kirkjuvörður (í afleysingum) við Dómkirkjuna í Reykjavík 1982-1989. Helgarvaktmaður á meðferðarheimili S.Á.Á. að Sogni í Ölfusi 1983-1984. Annaðist barnastarf Dómkirkjunnar í Reykjavík 1986-1989. Sóknarprestur í Skagastrandarprestakalli frá 12. maí 1991 til 31. desember 1997, vígður 12. maí 1991. Skipaður sóknarprestur í Skálholtsprestakalli frá 1. janúar 1998 og gegnir því embætti enn.

VandOjokulsarlon.jpg

Kennslustörf: Stundakennsla við Höfðaskóla á Skagaströnd 1993-1997. Námskeið um sorg barna á vegum Farskóla Norðurlands vestra 1996 og 1997. Stundakennsla við Reykholtsskóla í Biskupstungum frá 1998.

 

Félags- og trúnaðarstörf: Í stjórn Skógræktarfélags Skagastrandar 1992-1997. Í stjórn Kirkjumiðstöðvarinnar við Vestmannsvatn 1993-1997. Formaður áfengisvarnanefndar Höfðahrepps 1994-1997. Í stjórn Prestafélags hins forna Hólastiftis 1995-1997. Í fulltrúaráði Hjálparstofnunar kirkjunnar 1995-1998. Í stjórn Æskulýðssambands kirkjunnar í Hólastifti 1996-1997. Í stjórn Collegium Musicum, samtaka um tónlistarstarf í Skálholti frá 1998.   Í stjórn áhugafólks um byggingu Þorláksbúðar frá 2011. 

 

Heimilisfang:

Sr. Egill Hallgrímsson

Skálholt, prestsbústaður

801 Selfoss

Sími: 486 8860

GSM: 894 6009

Netfang: soknarprestur@gmail.com

Facebook: